•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
laugardagur, apríl 09, 2005
  Grasekkjan bloggar loksins!! Nú er ég ein og yfirgefin hérna í Köben. Finnur er sem sagt fluttur til Íslands og er búinn að vera heima í rúma viku. Ég fór reyndar óvænt með honum heim um síðustu helgi. Við ákváðum það bara kvöldið fyrir brottför að ég færi með og létum engan vita af því að ég væri að koma. Mamma og pabbi voru heldur betur hissa að sjá mig. Þetta var samt engin afslöppunarhelgi fyrir mig þar sem ég var bara á Íslandi í einn og hálfan sólarhring og þurfti að heilsa upp á marga fjölskyldumeðlimi. Vinina heimsæki ég í næstu ferð.

Annars hef ég haft lítinn tíma til að láta mér leiðast þessa viku sem ég er búin að vera ein úti. Ég er búin að vera að vinna töluvert og svo eru tónleikar hjá Kirkjukórnum um næstu helgi og það er heilmikið að gera í undirbúningi fyrir þá. Allur fimmtudagurinn fór svo í að versla húsgögn sem við ætlum að flytja með okkur heim til Íslands. Mikið var nú gaman að versla svona mikið í einu. Ég valdi leðursófa og tvo stóla við hann, sófaborð og borðstofusett. Í gærkvöldi var svo partý hjá kórnum og ég var mætt mjög snemma til að elda ofan í liðið ásamt tveimur söngsystrum. Maturinn var mjög góður og partýið skemmtilegt. Þetta var bara svona ekta kórpartý, hlustuðum á gömul íslensk lög og sungum fram eftir nóttu. Þrátt fyrir að hafa farið seint að sofa vaknaði ég snemma í morgun og er núna uppfull af orku. Er að spá í að fara að laga aðeins til í íbúðinni og fara svo út að hreyfa mig eitthvað. Ég sakna þess sko ekkert að fá mér í glas og eiga svo ónýtan dag daginn eftir. 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger