•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
mánudagur, febrúar 07, 2005
  Veikindi og þorrablót! Ég verð yfirleitt ekki veik nema svona einu sinni á ári og nú gerðist það auðvitað þegar ég síst mátti vera að því. Það voru nefnilega æfingar hjá nýja kórnum mínum alla helgina, samtals sex tíma æfing á laugardeginum og annað eins á sunnudeginum og svo áttum við Finnur miða á þorrablótið á laugardagskvöldið. Ég varð sem sagt að sleppa æfingunum á laugardaginn en ákvað þó að fara allavega í matinn á þorrablótið þar sem ég var nú búin að borga fyrir miðann. Íslendigafélagið hafði ákveðið að mun meiri klassi skyldi verða yfir blótinu í ár en í fyrra þegar blótið var haldið í einhverri skemmu í Kristjaníu. Nú í ár fengu Íslendingar í Köben nefnilega að gæða sér á súrmat og öðrum viðbjóði á glæsilegum veitingastað í Tívolíinu. Þangað mætti ég, ákveðin í að reyna að gera gott úr kvöldinu þrátt fyrir horið og hitann. Salurinn var ótrúlega flottur og fólk var auðvitað í sínu fínasta pússi. Karl Ágúst Úlfsson var veislustjóri og eftir að hafa hlegið máttleysislega að hálfmisheppnuðum sögum hans, var borðað og svo sungið undir stjórn Valgeirs Guðjónssonar. Mér var sagt að maturinn hafi verið ágætur, en ég fann reyndar ekkert bragð af hönum sökum kvefs og hefði því alveg eins getað úðað í mig hákarli og súrsuðum hrútspungum í stað hangikjötsins. Þegar búið var að syngja Popplag í G-dúr og öll hin lögin í söngheftinu hófst svo ball með einni af þessum íslensku "sólar"hljómsveitum, hljómsveitinni Á móti sól. Ég var nú ekki alveg með orku til þess að dansa mikið en fannst þó skylda að vera með í hringdansinum. Eftir að hafa lent á sóðalegum sveittum karli sem þrýsti mér fast upp að sér í dansinum, var ég eiginlega búin að fá nóg og vildi fara að fara heim. Finnur greyið var rétt að komast í stuð, en gerði það þó auðvitað fyrir mig að fylgja mér heim. Daginn eftir fór ég svo að hlusta á söngæfingu hjá kórnum (gat ekkert sungið sjálf) og að vinna á þorrablóti eldri borgara í Jónshúsi. Þá frétti ég það að líklega fengist ekki að halda þorrablót Íslendinga aftur í þessum fallega sal í Tívolíi að ári. Þar hafði eitthvað verið brotið og bramlað og einhver eða einhverjir fluttir í burtu í sjúkrabíl að loknum slagsmálum. Er þetta ekki bara týpískt þegar Íslendingar koma saman?? Ég held við séum bara best geymd í vöruskemmunni í Kristjaníu!!
 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger