•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
þriðjudagur, janúar 18, 2005
  Bloggedíblogg!! Ætli sé ekki best að verða við óskum Halldórs um að blogga aðeins meira. Annars held ég að það séu allir hættir að lesa þetta og teljarinn er farinn að telja afturábak...hehe.

Nýja árið byrjar bara vel. Ég kom út í sól og blíðu þann 6. jan. og var mjög fegin að vera laus við skaflana og skafrenninginn á Íslandi. Helgina eftir að ég kom út gerði hins vegar alveg kolvitlaust veður og fór vindurinn upp í 27 metra á sekúndu. Þá fannst mér allt í einu skaflarnir og skafrenningurinn ekki vera neitt neitt.
Annars er ég ekki mikið búin að fara út úr húsi á nýju ári. Ég er komin á skrið í ritgerðinni og sit bara fyrir framan tölvuna nær allan daginn. Inn á milli gríp ég þó í jólabækurnar, sem ég er reyndar búin að klára núna. Þá verður ekki lesið næst fyrr en í kringum næstu jól, nema þá skólabækurnar.
Kórastarfið er að fara af stað aftur og það verður mikið að gera í söngbransanum á næstunni. Við erum m.a. að æfa fyrir kóramót sem fer fram í Gautaborg um miðjan mars og svo verða tónleikar hjá nýja kórnum mínum í sama mánuði. Mars verður reyndar alveg rosalega "busy" mánuður því við Finnur erum jafnvel að hugsa um að skella okkur til Frakklands í byrjun mars bæði til að heimsækja vini okkar þar og líka til að halda uppá 10 ára afmælið. Já, ótrúlegt en satt þá erum við bráðum búin að vera saman í 10 ár. Það er líka um að gera að reyna að ferðast svolítið á meðan við búum ennþá í Danmörku, því það er svo hentugt að ferðast héðan. Tíminn fer að verða naumur, því það styttist óðum í það að við flytjum heim. Finnur er einmitt að fara í atvinnuviðtal á föstudaginn á Íslandi og ef allt gengur að óskum komum við heim með vorinu.


 
mánudagur, janúar 03, 2005
  Gleðilegt ár!! Vá, ég trúi því varla að það sé komið árið 2005. Mér finnst svo svakalega stutt síðan allir voru að gera í buxurnar yfir 2000-vandananum, sem aldrei gerði vart við sig, en síðan eru víst liðin fimm ár. Annars eru þetta búin að vera yndisleg jól og áramót hjá mér, þrátt fyrir nokkuð stífa dagskrá. Jólaboð og heimsóknir hafa tekið sinn tíma og fór ég meira að segja alla leið norður á Sauðárkrók til að kíkja í eitt jólaboð. Í leiðinni kíkti ég við hjá ömmu og afa á Blönduósi, en það var orðið mjög langt síðan ég sá þau síðast. Í gær fór ég svo í brúðkaup þeirra Áslaugar og Nuno. Athöfnin í Dómkirkjunni var mjög falleg. Ég söng tvö lög og gekk söngurinn bara nokkuð vel. Eftir athöfnina var síðan veisla í Kornhlöðunni með frábærum mat. Finnur greyið missti af veislunni þar sem hann fór aftur út í gærmorgun. Það er víst vinnudagur í dag, þannig að hann gat ekki stoppað lengur við á klakanum. Ari bróðir fór svo út í dag og nú er dvöl mín líka senn á enda, en ég fer aftur út á fimmtudagsmorgun. Þó það sé nú gott að vera heima hjá mömmu og pabba, þá verður ljúft að komast aftur út í litlu íbúðina okkar.

 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger