•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
miðvikudagur, desember 08, 2004
  Fimm dagar.... Það er orðið allt of langt síðan ég hef bloggað. Ég neyðist því til að skrifa eitthvað hérna inn, þó svo ég hafi svo sem ekki frá neinu markverðu að segja.
Nú styttist aldeilis í að ég komi heim, það eru ekki nema fimm dagar í það. Ég var upphaflega búin að kaupa far heim þann 14. des., en flýtti ferðinni um einn dag svo ég gæti verið samferða vini mínum. Það er bara svo leiðinlegt að fljúga einn. Mér finnst reyndar allt of stutt í heimkomuna. Það er svo mikið sem ég á eftir að gera. Ég ætla að reyna að gera smá jólahreingerningu (svo það lendi ekki allt á Finni greyinu) og svo eru jólagjafakaupin eiginlega öll eftir. Ég þarf víst líka að reyna að finna einhverja brúðargjöf. Mér barst nefnilega óvænt boðskort í gær frá Áslaugu vinkonu. Hún er að fara að gifta sig 2. jan. og ég vissi ekki einu sinni að það stæði til. Það er því eitthvað sem segir mér að ég þurfi að fara að vera duglegri við að hringja í vini mína heima. Ég ætla að reyna að klára þessi gjafakaup í dag, því svo er ég að vinna á morgun og helgin fer svo öll í söng og skrall. Hinir árlegu tónleikar íslenskra, grænlenskra og færeyskra kóra eru nefnilega á laugardaginn og svo er partý á eftir í Færeyingahúsinu. Þar ætlar Dísa litla að sýna hvað hún kann í færeyskum hringdansi.
 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger