•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
  jólajóla.... Það er búið að vera brjálaður gestagangur hjá okkur að undanförnu. Um síðustu helgi komu Sibba systir hans Finns og Lalli maðurinn hennar í heimsókn. Það var rosalega gaman að fá þau. Það var auðvitað verslað og mikið borðað og svo skelltum við okkur líka í jólaland í Tívolíinu. Þetta er þriðji veturinn okkar Finns í Kaupmannahöfn, en við höfðum aldrei áður farið að skoða jólalandið. Þetta var vel þess virði að skoða og ég komst í algjört jólaskap. Þó það sé bara nóvember, þá minnir allt í kringum mig á jólin. Kórarnir mínir æfa t.d. bara jólalög um þessar mundir og á sunnudagskvöldið bakaði ég smákökur og steikti laufabrauð með nýja kórnum mínum sem við ætlum að selja á jólamarkaði um næstu helgi. Fyrir mér mættu því jólin alveg koma á morgun.
 
laugardagur, nóvember 06, 2004
  Dísa litla í sykursjokki!!! Já, það eru margir búnir að kvarta yfir því hvað ég er löt við að blogga, en ég skal segja ykkur hvað þarf til til þess að ég fari að skrifa. Gefið mér bara kúlusúkk og þá get ég einfaldlega ekki hætt að pikka á lyklaborðið. Arndís frænka kom nefnilega í heimsókn í kvöld með fullt af fríhafnarnammi og nú sit ég hér ein og skrifa blogg á meðan aðrir sofa. Arndís lenti hér í Köben rétt fyrir kl. sjö og svo dró ég hana með mér í grímupartý. Við Arndís og Hrafnhildur vinkona mín ákváðum að vera Charlie's angels eins og þær voru á áttunda áratugnum og Finnur var gaurinn sem hangir alltaf með þeim. Hann var klæddur í köflóttar buxur og var með svo þykka barta að það hélt enginn vatni yfir honum. Grímupartýið var haldið á Öresundskollegíinu og við mættum þangað frekar seint þar sem það tók okkur stelpurnar dágóðan tíma að fá réttu sveipina í hárið. Það var alveg þvílíkt stuð í partýinu þegar við mættum á svæðið, þangað til við áttuðum okkur á því að við hlytum að vera stödd í vitlausu partýi þar sem þar var ekki sála sem skildi íslensku........bara eintómir KANAR!!! Þá röltum við yfir í næsta sal, þar sem grímupartýið "okkar" var haldið, en þar voru einungis tvær einmanna sálir á dansgólfinu. Við ákváðum að láta það ekki eyðileggja fyrir okkur kvöldið og fórum aftur yfir í Kanapartýið, Arndís sem Texasskvísan Kelly og ég sem frænka hennar Amanda, fædd í Texas, en flutti snemma á lífsleiðinni til Utah. Ég skil bara ekkert í því að það hafi enginn nennt að hlusta á ævisögu okkar Kelly....og við sem vorum svo sætar með bylgjur í hárinu og byssur í beltinu. En hvað um það, ég skrifa meira næst þegar ég fæ íslenskt nammi!!!
 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger