•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
laugardagur, október 02, 2004
  Laugardagspistill. Ég held ég sé að verða gömul. Það er laugardagsmorgunn og ég er vöknuð fyrir kl. 9. Ég hlýt að vera að eldast fyrst ég get ekki sofið út. Annars er bara róleg helgi framundan. Finnur er farinn í skemmtiferð með vinnunni eitthvað út á land og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér. Ætli ég kíki ekki bara á Ara bróður í kvöld.
Í gærkvöldi fór ég í mat heim til einnar kellu sem er að vinna með mér. Hún bauð starfsfólkinu heim í tilefni af 20 ára starfsafmælinu sínu. Ég get alveg lofað því að ég ætla ekki að vera ennþá á þessum leikskóla þegar ég fer að nálgast fimmtugt. Hugsið ykkur að helga ævi ykkar því að skeina litlum börnum, þurrka upp ælu, hlusta á öskur og væl og eltast við litla óþekktaranga sem kunna ekki að hlýða. Ef leikskólakennararnir hefðu meira uppeldis- og kennsluhlutverk, þá gæti ég kannski skilið það. En þannig eru leikskólar í Danmörku bara ekki. A.m.k. ekki leikskólinn sem ég vinn á. Leikskólinn minn er miklu frekar geymslustaður fyrir börn en uppeldisstaður sem á að undirbúa börn fyrir komandi skólagöngu. Þetta er samt alveg ágætis vinnustaður, en hæfileikar starfsfólksins fá ekki mikið að njóta sín. Ég kann t.d. að syngja og væri alveg til í að syngja með börnunum. En söngur er bara sárasjaldan á dagskránni. Jæja, en hvað um það. Ég ætla samt að vinna þarna þangað til ég flyt heim, enda er ekkert hlaupið að því að fá vinnu hérna. Svo þykir mér líka voðalega vænt um börnin þó svo þau öskri, kúki og æli...hehe.
En að öðru. Ég er búin að kaupa mér farmiða heim um jólin. Ég ætla að taka mér langt jólafrí og reyna að vinna eitthvað í ritgerðinni minni auk þess auðvitað að hitta fjölskyldu og vini. Ég kem heim 14. des og fer ekki aftur út fyrr en 6. jan. Ég er auðvitað farin að hlakka mikið til, en þetta þýðir samt að við skötuhjúin þurfum að eyða rúmum tveimur vikum í sitthvoru landinu. Finnur er nefnilega ekki svo heppinn að geta tekið sér svona langt frí. Hann kemur heim á aðfangadag og fer aftur út á nýársdag. Hann kemur bara til með að rétt ná heim í sparifötin áður en jólin hefjast.
 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger