•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
miðvikudagur, september 22, 2004
  Verður maður ekki að fara að skrifa? Já, ég sé það að það eru liðnir meira en tveir mánuðir síðan ég bloggaði síðast. Ég vona bara að mínir fáu en tryggu lesendur séu ekki alveg búnir að gefast upp á mér. Ég hef mér það til afsökunar að ég er búin að vera internetlaus í langan tíma eftir að við fluttum í enn eitt skiptið. En núna erum við loksins komin með framtíðarhúsnæði, þannig að við komum ekki til með að flytja aftur fyrr en við ákveðum að flytja heim til Íslands. Annars er lítið að frétta af okkur skötuhjúunum í Baunalandi. Við fórum reyndar í skemmtilega golfferð til Svíþjóðar um þarsíðustu helgi með hópi af Íslendingum. Hafið samt ekki áhyggjur, ég er ekki byrjuð að spila golf, en golfekkjur fá að fara með í svona ferðir til þess að elda ofan í þreytta kallana og nudda þá eftir erfiðan dag í golfinu. Við golfekkjurnar gerðum svo sem meira en að elda, við ákváðum nefnilega aðeins að skoða hvað Skánn hefur upp á að bjóða sem ferðamannastaður. T.d. skelltum við okkur í dýragarð sem átti að vera stærstur sinnar tegundar í heiminum (skv. auglýsingunni) en Húsdýragarðurinn í Laugardalnum er hátíð miðað við þennan dýragarð. Það nennti ekki eitt einasta dýr að heilsa upp á okkur. Þau sváfu öll... kannski að þau hafi bara verið í verkfalli. Svo fórum við líka í skoðunarferð til Lundar, sem er mjög sætur bær. Mamma og pabbi komu svo í heimsókn um síðustu helgi. Þau eru núna í Aþenu og ætla að koma aftur við hjá okkur um næstu helgi þegar þau fljúga heim. Þangað til næst, tuttelut!!
 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger