•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
miðvikudagur, júlí 07, 2004
  Dísa drullumallar. Í síðustu viku birtist okkur hjúunum óvæntur glaðningur, þar sem Berglind og Ninnó komu í "surprise" heimsókn frá Spáni. Tilgangurinn með för þeirra var m.a. að kíkja aðeins á Hróarskeldu. Greyin höfðu samt ekki áttað sig á því að ekki má taka vín í flöskum með inn á svæðið og þess vegna neyddust þau til að klára allar byrgðirnar við innganginn, en þau fengu reyndar mikla hjálp frá Finni. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að bjóða fram aðstoð mína þar sem ég var ekki búin að fá niðurstöður úr blóð- og þvagrannsóknum sem gerðar voru á mér vegna bjúgsins og verks sem ég var með rétt undir brjóstinu. Það var jafnvel talið að það væri eitthvað að lifrinni minni. Á meðan þau þrjú skemmtu sér við drykkju, haltraði ég um svæðið, haldandi um magann á mér eins og eitthvert gamalmenni. En ég var ekki sú eina sem fór hölt heim, því Berglind greyið náði að snúa sig mjög illa í drullunni og þurfti hún að fara í heimsókn á slysavarðstofuna daginn eftir.
Á föstudeginum fékk ég niðurstöðurnar úr rannsóknunum og höfðu læknarnir komist að því að það væri hreinlega ekkert að mér. Þessum niðurstöðum var auðvitað fagnað með því að fá sér svolítið af lifrarskemmandi vökva og drífa sig aftur út í Roskilde. Óvænt kom Ágústa með okkur á Kelduna þetta kvöld, þar sem hún var stödd í Köben til að fagna fimmtugsafmæli pabba hennar. Hún ákvað að gerast svarti sauðurinn í fjölskyldunni og skella sér með mér á Hróa eitt kvöld í stað þess að hanga með familíunni. Hún hafði frétt að stigvél væru gjörsamlega nauðsynlegur útbúnaður á Hróarskeldu og ákvað að fjárfesta í einum slíkum áður en við legðum upp í för. En því miður voru öll gúmmístigvél orðin uppseld í Kaupmannahöfn. Það eina sem hún gat fengið voru barnastigvél í stærð 33, og þau keypti hún. Það var líka eins gott að vera í stigvélum, því maður varð gjörsamlega að vaða drulluna upp að hnjám á hátíðinni. Hápunktur kvöldsins var að sjá Pixies, en við skemmtum okkur líka mjög vel á einhverjum reggítónleikum, þar sem við dönsuðum eins og við ættum lífið að leysa í drullunni.
Þegar við vöknuðum seint um síðir á laugardeginum var aftur farið að rigna. Drullan á svæðinu varð sífellt meiri, og við hana bættist svo þvag og saur frá 70.000 manns, sem gerði það að verkum að mér fannst ég frekar vera stödd í haughúsi en á Hróarskeldu. Tónlistarlega séð var laugardagurinn ekkert sérstakur, en ég hafði reyndar mjög gaman Morrissey og Saybia, og ekki má gleyma þeirri upplifun að fá að sjá hrukkótta afturendann á gamalmenninu Iggy Popp.
Á sunnudeginum pökkuðum við saman tjaldinu um leið og við vöknuðum, og eyddum svo öllum deginum upp á tónleikasvæðinu. Við sáum m.a. Santana og um kvöldið fórum við á Muse, sem voru bestu tónleikar hátíðarinnar að mínu mati. Eftir tónleikana þurftum við virkilega að drífa okkur að ná í draslið okkar til þess að ná lestinni heim, enda vinnudagur daginn eftir. Það er alls ekki auðvelt að hlaupa í seigri drullu og þetta endaði auðvitað með falli. Ég sem hafði verið ein af þeim hreinustu á svæðinu datt kylliflöt með svefnpokann í annarri hendinni og tjaldið mitt í hinni. Það hlaut að koma að því!!! En skaðinn var ekki mikill. Ég gat hent öllu í þvott þegar ég kom heim og svo skriðið upp í hreint og mjúkt rúmið.  

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger