•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
mánudagur, júní 28, 2004
  Michelinmaðurinn á leið á Hróarskeldu!!! Sælt veri fólkið. Helgin er aðallega búin að fara í að glápa á fótbolta og horfa á frændur okkar, Svía og Dani detta út úr átta liða úrslitum. Það var mikil stemmning á Ráðhústorginu í gær þar sem ég fylgdist með leik Dana og Tékka af risaskjá ásamt 20.000 Dönskum stuðningsmönnum sem voru ekki alveg sáttir við gang mála. Í hvert skipti sem Tékkarnir skoruðu, köstuðu pirraðir Danir bjórdósum og flöskum upp í loftið, þannig að ég er bara heppin að hafa sloppið lifandi frá þessu öllu saman.
Annars er ég búin að vera að þyngjast jafnt og þétt núna síðustu 7-8 daga og hef bætt á mig um 1/2 til 1 kílói á dag og nú er svo komið að ég er farin að líkjast Michelinmanninum helst til mikið í útliti. Til að sporna við þessu er ég búin að djöflast eins og brjálæðingur í ræktinni og borða extra hollt, en allt kemur fyrir ekki. Þegar ég svo vaknaði í morgun og og sá varla út úr augunum og átti erfitt með gang sökum þrútinna fóta, áttaði ég mig loks á því að sennilega væri ég ekki að fitna svona hratt, heldur væri ég komin með bjúg. Nú ætla ég að hringja í lækni strax í fyrramálið því ég hef miklar áhyggjur af því að þetta séu aukaverkanir af lyfi sem ég er að taka og vonandi þarf ég ekki að líta út eins og uppblásin blaðra á Hróa núna um helgina. Reyndar gæti það verið kostur að vera með svona eins og fjögur auka kíló af uppsöfnuðum vökva í líkamanum þegar löng sukkhelgi er framundan, því þá er lítil hætta á ofþornun og þynnku. 
fimmtudagur, júní 24, 2004
  blautt, blautt, blautt... Nú er búið að rigna hérna samfleitt í eina og hálfa viku, og það er áfram spáð rigningu. Þetta er alveg hrikalega þreytandi, m.a. vegn þess að ég fæ aldrei tækifæri til að nota öll fínu sumarfötin og sandalana sem ég er nýbúin að fá. Tengdó voru nefnilega í heimsókn í síðustu viku og þá var farið að versla. Soffía vinkona var hérna í Köben á sama tíma og tengdó og það var auðvitað rosalega gaman að hitta hana. Við skelltum okkur á hörku djamm saman sem endaði í karókígauli þar sem Finnsi tók lagið með sinni einstöku rámu rödd. Eftir að tengdó og Soffía voru búin að kveðja land bauna, kom Beta móða í heimsókn með manninn sinn og tvíburana sína. Þau voru hjá okkur í þrjár nætur. Það er sem sagt búinn að vera mikill gestagangur hérna að undanförnu, en núna erum við Finnsi aftur orðin ein í kotinu.  
þriðjudagur, júní 08, 2004
  Kominn tími á að blogga. Já, það er víst orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Ég hef bara ekki haft frá neinu spennandi að segja. Ég er núna á fullu að reyna að klára tvær ritgerðir fyrir helgina. Ég á reyndar ekki að skila þeim fyrr en eftir helgi, en þar sem von er á fullt af gestum, er best að reyna að drífa þessi ritgerðarskrif af sem fyrst. Tengdaforeldrar mínir koma núna á fimmtudaginn og verða í viku (held ég) og svo er líka von á Soffíu skvísu núna um helgina. Við Soffía ætlum að reyna að standa okkur aðeins betur í djamminu núna en síðast þegar hún var hérna og verða tengdaforeldrar mínir bara að fyrirgefa mér það þótt ég nái ekki að sinna þeim sem skyldi fyrr en eftir að Soffía er farin. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að skella sér út á lífið með ekta rokk-skvísu!!!
 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger