•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
fimmtudagur, apríl 29, 2004
  Best að blogga smá. Á laugardaginn síðasta fórum við Finnur í kveðjupartý til Berglindar og Ninnós. Þau eru að fara að flytja til Mallorka í eitt ár, þar sem Ninnó er að fara að elda ofan í ríka og fræga fólkið. Við eigum eftir að sakna þeirra, enda erum við búin að eyða miklum tíma með þeim í vetur. Hvað verður núna um fimmtudagsbarinn okkar?? Ég held reyndar að þau verði guðs lifandi fegin að yfirgefa Kaupmannahöfn eftir þetta partý. Það virðist einhvern veginn vera þannig að þegar Íslendingar koma saman þá er fjandinn laus. Partýið endaði með allsherjar orgíu á kollegíbarnum þeirra. Fólk var að minnsta kosti orðið full léttklætt fyrir minn smekk. Ég var bara róleg, enda þurfti ég að vakna snemma á sunnudeginum til að stýra kórnum í hátíðarmessu sem haldin var í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því íslenskur prestur tók fyrst til starfa hér í Köben. Það var full kirkja af fólki og ég er búin að fá mikið hrós fyrir það hvað kórinn söng vel. Ég er satt að segja að rifna úr monti.
Annars hef ég lítið annað að segja, það er brjálað að gera í skólanum eins og alltaf, þannig að það er lítið gert annað en að læra og svo gaula smá þess á milli.
Ég kveð í bili,
Ásdís

 
föstudagur, apríl 23, 2004
  Stutt Íslandsför. Þá er ég komin aftur heim í liltu íbúðina í Köben eftir stutt stopp heima á Íslandi. Þetta var nú engin skemmtiför, síður en svo. Síðustu dagar eru búnir að vera mjög erfiðir, en Einar frændi minn lést á sunnudaginn eftir erfið veikindi. Það var samt gott að koma heim og vera með fjölskyldunni á þesum erfiða tíma. Vinir mínir verða bara að fyrirgefa mér, ég heimsæki ykkur í næstu ferð!!

 
fimmtudagur, apríl 15, 2004
  Heimsókn Arnaldsa. Þá eru páskarnir búnir og vitleysingjarnir þrír væntanlega komnir aftur til síns heima. Það var annars alveg frábært að fá gríslíngana í heimsókn. Þau komu auðvitað færandi hendi, með fulla tösku af páksaeggjum, flatkökum og harðfiski og við Finnur reyndum eftir fremsta megni að endurgjalda greiðann með því að sýna þeim hvernig á að skemmta sér í landi bauna. Skemmtanahaldið byrjaði vel, því liðið var varla stigið út úr vélinni áður en farið var að bragða á danska ölinu. Svo var farið með alla strolluna í bæinn, á stað sem kannski hæfir ekki alveg 15 ára litlum systrum, en sú stutta (sem reyndar er ekki svo stutt lengur, 15 cm hærri en ég) skemmti sér eigi að síður vel, enda naut hún óskiptrar athygli dönsku karlmannanna á svæðinu. Laugardagurinn fór svo bara í að túristast og sunnudagurinn fór í dæmigert páska-hátíðarhald, þ.e. páskaeggjaát með tilheyrandi magaverk og þreytu. Við sáum reyndar lítið af Ara bróður á páskadag, þar sem drengurinn hafði verið að djamma til kl. 10 um morguninn. Þannig heiðraði hann minningu Krists, með því að rísa sjálfur upp frá dauðum rétt fyrir kvöldmat. Strollan átti svo flug heim á mánudagskvöldið og nú er lífið aftur að komast í fastar skorður, lærdómur, vinna, aftur lærdómur og svo kannski smá söngur inn á milli. 
mánudagur, apríl 05, 2004
  Ferðasaga frá Lálandi. Við lögðum af stað í söngbúðirnar eldsnemma á laugardagsmorgun og vorum komin á áfangastað um ellefu-leytið. Því miður voru lyklarnir að setrinu ekki alveg eins snemma í því og við kórfólkið og þurftum við að bíða úti í um klukkutíma áður en húsið var opnað. Húsið er í eigu KFUM og KFUK og ég held ég hafi aldrei komið inn í kristilegra hús. Krossarnir sem héngu upp um alla veggi höfðu þó ýmislegt skemmtilegt notagildi. Við fundum t.a.m. upp á skemmtilegum boltaleik til að stytta okkur stundir á milli söngæfinga. Leikurinn heitir "Jesús lifir" og líkist venjulegum fótbolta að mörgu leiti, nema það að mörkin eru heldur fleiri en á hefðbundum fótboltavelli, og þau eru líka mikið smærri. Mörkin eru krosslaga og maður skorar stig ef maður sparkar boltanum í eitt slíkt og þá ber manni líka að kalla: ,,Jesús", sem minnir um margt á það þegar fólk kallar: ,,mark!!!!" í hefðbundnum fótboltaleik. Það ber þó að taka það fram að botlinn sem notaður er í "Jesús lifir" er mýkri en hefðbundinn fótbolti. Einnig má nota upprúllaða sokka í stað bolta, eða jafnvel poka með hálfétnum brauðbollum, en þá ber mönnum reyndar að hætta leiknum þegar gat er komið á pokann.
En nóg um það. Söngæfingar sem Sóla söngkona kenndi okkur voru mjög gagnlegar og það voru allir mjög ánægðir með kennsluna. Um kvöldið var svo haldið gott partý og auðvitað var mikið sungið. Þar sem ég er ábyrgur kórstjóri fór ég með þeim fyrstu í háttinn og stjórnaði kórnum svo af röggsemi í danskri sveitamessu morguninn eftir, sem var liður í fjáröflun fyrir kórinn. Söngurinn gekk bara nokkuð vel þó svo sumir hafi átt erfiðara með háu tónana en aðrir vegna of mikillar drykkju kvöldið (og daginn) áður.
 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger