•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
föstudagur, janúar 23, 2004
  Bóndadagur. Jæja konur, í dag er bóndadagurinn. Hvað á maður nú að gera fyrir kallinn sinn?? Ég held reyndar að ég komi ekkert til með að hitta minn kall í dag. Það er nefnilega föstudagur, og föstudagar eru öldagar hjá mínum. En svo ég geri nú eitthvað fyrir hann, þá ætla ég að þvo fóboltasokkana hans svo hann komist á æfingu í kvöld. Rómantískt, ég veit!!!

Þessa dagana er ég annars bara að pakka og þrífa. Ég hef aldrei tekið við jafn skítugri íbúð og þeirri sem við vorum að fá afhent. Það hefur greinilega aldrei neinum dottið í hug að standa upp á stól til að þrífa það sem er fyrir ofan mannshæð. Það héngu t.d. ryktæjur neðan úr ljósakrónunum. Það er alveg ömurlegt að þurfa að byrja á að þrífa allt áður en maður getur flutt!!! Í dag ætla ég svo að kíkja á "garagesölu" og athuga hvort ég geti ekki keypt einhver ódýr, notuð húsgögn.
Góða helgi, Ásdís 
mánudagur, janúar 19, 2004
  Helgarpistill. Þá er best að skrifa aðeins um helstu atburði helgarinnar.
Á föstudaginn átti Berglind Rós afmæli og bauð hún okkur þess vegna heim til sín að spila partýspilið. Ninnó blandaði heilan helling af bollu sem átti léttilega að endast út spilið, enda vorum við ekki nema fimm leikmenn. Þetta spil er reyndar þannig að þeim mun drukknari sem maður er, þeim mun erfiðara er að spila, og þeim mun verr sem maður stendur sig í spilamennskunni, þeim mun meira neyðist maður til að drekka. Einn leikmannanna átti í svoliltum erfiðleikum með að spila þar sem hann hafði skellt sér á krána fyrir spilakvöldið. Bollan kláraðist þess vegna fyrr en áætlað var. Þessi ákveðni spilafélagi entist ekki lengi, fór heim, og skildi okkur fjögur eftir hálf-edrú með enga bollu.
Á laugardaginn fórum við Finnur á tvo landsleiki í handbolta. Fyrst horfðum við á Ísland vinna Egyptaland og svo á Svíþjóð vinna Danmörk. Eftir leikinn fórum við heim til Kalla ásamt Friðjóni og elduðum dýrindis kjúklingarétt. Kalli fær stóran plús fyrir kunnáttu sína í eldhúsinu.
Sunnudagurinn er búinn að vera mikill letidagur, nema það að um kvöldið var Finnur að keppa í handboltanum og auðvitað var Dísin mætt til að kvetja sinn mann. Strákarnir unnu að sjálfsögðu leikinn þökk sé miklum stuðningi frá áhorfendunum tveimur.
Að lokum vil ég benda lesendum að kíkja á myndirnar frá spilakvöldinu á myndasíðunni.
 
miðvikudagur, janúar 14, 2004
  Flutningur. Ég skilaði síðasta verkefni annarinnar í morgun. Skólinn byrjar svo ekki aftur fyrr en 1. feb., þannig að nú er ég komin í tveggja vikna frí. Fríið gæti ekki komið á hentugri tíma þar sem við þurfum að flytja enn einu sinni um næstu helgi. Við fengum mjög sæta íbúð hérna á Nørrebro, en eini gallinn við hana er að hún er ekki leigð út með húsgögnum. Við Finnur skildum öll okkar húsgögn eftir heima á Íslandi og höfum hingað til aðeins leigt íbúðir með húsgögnum. Þar sem buddan er hálftóm núna eftir jólin, þá hugsa ég að við látum okkur nægja að kaupa góða pumpu fyrir vindsængina okkar, en fjárfestum svo í rúmi síðar. Svo kaupum við okkur kannski sinnhvorn diskinn, gaffalinn og hnífinn og kannski eins og einn pott. Þetta verður allavega svolítið frumstætt svona til að byrja með.
Kær kveðja frá Köben,
Ásdís 
sunnudagur, janúar 11, 2004
  Krókodílar og kengúrur. Það er svo sem ekki mikið að gerast hjá mér þessa dagana. Ég er að rembast við að klára verkefni fyrir skólann sem ég á að skila á miðvikudaginn. Ég tók mér reyndar smá frí frá skrifunum í gærkveldi þar sem okkur Finni var boðið út að borða. Við fórum á frábæran ástralskan stað með Kalla, Írisi og Friðjóni og borðuðum ekta ástralskan mat. Ég fékk mér krókodíl sem bragðaðist frábærlega (plús það að vera fitusnauður og próteinríkur, sem er nauðsynlegt að huga að svona eftir jólin) og Finnur fékk sér kengúrusteik sem hann var líka mjög ánægður með. Eftir matinn settumst við aðeins inn á djazz-stað til að fá smá tónlist beint í æð, en fórum síðan bara snemma heim, enda læridagur í dag.
 
föstudagur, janúar 09, 2004
  Myndir Hæ, hæ.
Þar sem tölvur eru ekki vinir mínir, þá er ég rosalega monntin yfir að geta tilkynnt ykkur það að mér tókst að koma mér upp myndasíðu. Endilega kíkið.

 
miðvikudagur, janúar 07, 2004
  Ferðasaga. Þá eru jólin búin. Þetta voru mjög óvenjuleg jól hjá mér, en samt fín. Við Finnur vorum bara tvö hérna á aðfangadagskvöld, elduðum dýrindis jólasteik og fengum margar fínar gjafir. Eftir að ég var búin að stjórna kórnum í jólamessunni á jóladag, brunuðum við út á flugvöll og flugum til Noregs, þar sem hangikjötið beið okkar. Hjá Önnu systur hans Finns í Osló var margt um manninn, því þar var líka stödd Rebekka systir þeirra með börnin sín þrjú. Á annan í jólum ókum við öll upp í "Norrefjell" þar sem Íslendigafélagið í Osló er með skíðaskála. Við eyddum þremur dögum á skíðum sem var æðislegt. Það var alveg nauðsynlegt að fá smá hreyfingu og útiveru eftir allt átið. Við tókum okkur síðan frí frá skíðaiðkuninni þann 30. des og notuðum þann dag til að slaka á og safna kröftum fyrir gamlárskvöld. Mín leið til að slaka á er að fara að versla, og ég komst aldeilis í feitt þar sem Anna systir Finns er búin að opna frábæra tískuvöruverslun rétt fyrir utan Osló. Á gamlársdag keyrðum við aftur upp í skálann, því við vorum búin að frétta að það ætluðu margir að eyða áramótunum þar. Það var ekki lygi því við sátum held ég yfir 30 manns til borðs þarna á gamlárskvöld. Eftir matinn kveikt í brennu. Það er auðvitað gamall siður að syngja við brennur og var ég neydd til þess að vera forsöngvari í kvæðinu um Ólaf liljurós sem er hvorki meira né minna en 17 erindi og dóu margir úr reykeitrun áður en lagið var loksins búið. Síðan var kvöldið í raun bara eins og dæmigert gamlárskvöld, allir að reyna að skemmta sér og þrauka sem lengst á fótum. Ég stóð mig einna best og var komin í háttinn um 6-leytið. Við Finnur flugum svo aftur heim til Köben þann 2. jan og erum eiginlega bara búin að liggja í leti síðan. Reyndar fórum við út að borða í gær með nokkrum vinum, sem endaði eiginlega bara í fylleríi. Ekki til fyrirmyndar svona á þriðjudegi.
Jæja, nóg í bili. 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger