•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
sunnudagur, desember 21, 2003
  Jólastúss. Þá er ég að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar. Við eigum bara eftir að kaupa handa Önnu systur hans Finns í Osló. Ég eyddi sem sagt gærdeginum í bænum við að kaupa jólagjafir handa Finni. Við hjúin vorum búin að gera samning um að gefa hvort öðru marga pakka svo okkur myndi ekki leiðast á áðfangadagskvöld. Ég stóð við mitt og er búin að pakka inn hvorki meira né minna en sjö pökkum til Finns. Nú er ég samt með smá móral yfir því hvað ég eyddi miklu. En það er nú allt í lagi að gera smá vel við sig úr því við förum ekki heim til Íslands, er það ekki annars?? Það lítur allt út fyrir að það verði hvít jól hérna í Köben þar sem það er búið að spá snjóstormi í nótt!!! Ég vona að spáin rætist, þá kannski kemst ég í jólaskap.
 
fimmtudagur, desember 18, 2003
  Jæja, þá er ég komin í smá frí frá skólanum í bili. Ég skilaði ritgerð í gær og nú hef ég til 14. jan. til að skrifa næstu ritgerð, sem ég ætla að reyna að hugsa sem minnst um þangað til eftir nýjárið. Nú er nefnilega komið að því að klára að undirbúa jólin. Ég á ennþá eftir að kaupa gjöf handa Finnsa, en við erum búin að ákveða að gefa hvort öðru marga pakka svo við höfum eitthvað að gera á aðfangadagskvöld. Það verður nefnilega svolítið skrýtið að vera bara tvö. Jólin hjá okkur hefjast eiginlega ekki fyrr en við förum til Noregs á jóladag. Þá getum við allavega verið viss um að fá eitthvað almennilegt að borða!! 
fimmtudagur, desember 11, 2003
  Hvað er betra en að blogga smá þegar maður nennir ekki að læra? Ég er að hamast núna við að klára ritgerðirnar mínar sem ég á að skila í næstu viku. Ég ætla að reyna að vinna sem mest í þeim í dag og á morgun svo ég geti skemmt mér svolítið með Færeyingum og Grænlendingum á laugardaginn. Það eru nefnilega jólatónleikar á laugardaginn með kórum frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, og eftir tónleikana er matur og gleði í Færeyingahúsinu. Þá ætlar Dísin að sýna hvað hún kann fyrir sér í færeyskum dönsum!!!
Annars er allt að verða jólalegt í litlu íbúðinni okkar hérna á Nörre-"Bronx". Ég er búin að taka eldhúsið allt í gegn, og svo er komin jólasería í stofugluggann. Danir eru samt ekkert með svona seríupjatt. Maður sér eiginlega hvergi jólaljós í heimahúsum, nema reyndar í húsinu á móti. Þar er skær-bleik sería í glugganum sem er búin að vera þar allt árið. Þetta er nefnilega ekki jólasería, þó hún kunni að líta út sem slík. Í húsinu er nefnilega starfrækt hóruhús og serían var sjálfsagt sett upp í þeim tilgangi að reyna að lokka karlmenn inn af götunni. Hvor það virki sem skyldi, veit ég ekki.
Jæja, best að halda áfram með ritgerðarskrifin. 
föstudagur, desember 05, 2003
  Söngur og gleði Það er víst orðið nokkuð langt síðan ég skrifaði hérna síðast. Við Finnur erum bæði búin að liggja í flensu, en það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef varla geta gefið mér tíma til að vera veik. Nú í kvöld var ég að stýra kórnum í fyrsta sinn opinberlega. Það gekk bara vel, en því miður var ansi fáliðað í kvennaröddunum. Ég neyddist því til að syngja með kórnum og stjórna honum um leið. Eftir að kórinn var búinn að syngja, söng ég eitt lag ein, sem gekk ágætlega þrátt fyrir kvefið. Á morgun er síðan jólafrókost í skólanum mínum og hlakka ég mikið til. Ég ætla samt að fara varlega í danska jólamatinn í þetta skiptið, þar sem maturinn fór ekki sérlega vel í mig síðast. Þeir sem vilja heyra þá sögu skulu lesa innleggið mitt frá 9. nóv. hér að neðan.
Góða helgi,
Dísin í Köben 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger