•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
  Með þotuliðinu í Köben. Ég var að koma heim frá opnunarteiti í­ nýja í­slenska sendiráðinu hér í Köben. Nú gegni ég svo háttsettri stöðu sem kórstjóri Íslendingakórsins, að mér er boðið á slí­ka viðburði. Þarna var auðvitað margt um manninn og Dabbi kóngur biður fyrir kærri kveðju heim...hehe. Svona í­ framhaldi af innlegginu mínu um tungmálin hérna að neðan, þá bara verð ég að segja að ég þarf nú ekki að skammast mí­n fyrir dönskukunnáttuna mí­na ef ég ber mig saman við Dabba kóng og Steina Páls. Ég hélt án grí­ns að okkar ágæti sendiherrra væri að tala færeysku þegar hann þóttist vera að tala dönsku. Kallgreyið er reyndar ekki búinn að vera sendiherra hérna nema síðan í­ vor, en samt finnst mér að við eigum að geta gert þá kröfu til íslenskra sendiherra að þeir geti a.m.k. gert sig skiljanlega á því­ tungumáli sem talað er í­ því­ landi þar sem þeir starfa. En eins og allir vita, þá fær maður víst ekki sendiherrastöðu út á tungumálahæfileika, heldur gildir að hafa gegnt mikilvægri stöðu, eins og setið í ráðherrastól. Þess vegna er ég búin að gefa upp alla von um að ég verði nokkurn tí­ma sendiherra. Þó það sé flottur titill að vera kórstýra, þá efast ég um að sá titill geti fært mér sendiherrastöðu, því miður :-(
 
sunnudagur, nóvember 23, 2003
  Tungumálaerfiðleikar Lífið gengur sinn vanagang hér í Köben. Það er voðalega mikið að gera núna í skólanum þar sem ég þarf að klára tvær stórar ritgerðir fyrir 16. des. Námið mitt fer allt fram á ensku og þó ég telji mig bara nokkuð góða í því ágæta tungumáli, þá getur verið ansi erfitt að skrifa fræðilegan texta á ensku. Það getur líka verið ruglandi að vera með þrjú tungumál í gangi í einu....danska í vinnunni, enska í skólanum og svo auðvitað íslenska þar fyrir utan. Mánudagarnir eru verstir því þá fer ég fyrst í vinnuna og síðan í skólann eftir að vera búin að tala ekkert nema íslensku alla helgina. Meira að segja íslenskan er farin að vefjast fyrir mér og ég er farin að sletta "som bare fanden" mikið á dönsku.
 
laugardagur, nóvember 15, 2003
  Letilíf. Þetta var ágætis partý í gær hjá kennaranum. Ég fór með Tatíönu sem er með mér í skólanum. Við vorum reyndar ekki mættar í partýið fyrr en kl. 23:30, eftir að vera búnar að þramma um hálfa Kaupmannahöfn á hælaskónum. Við fórum nefnilega út úr strætó á vitlausum stað og villtumst. Eins og lesendur eflaust vita þá er ég ekki sú ratvísasta í heimi og ég held að Tatí sé ekki mikið skárri. Þegar við loksins fundum partýið voru flestir að fara. Það voru bara nokkrir Tékkar eftir og kannski tveir eða þrír þrautseigir Danir. Loksins er ég búin að kynnast fólki sem þjáist af meiri þjóðrembu en Íslendingar. Tékkarnir voru sko með sögu síns land á hreinu og það var frekar skondið að heyra þá þylja upp öll ártölin sem skiptu máli í sjálfstæðisbaráttu þeirra.
Dagurinn í dag er búinn að fara í það að sofa og glápa á sjónvarpið. Það var ekki neitt í sjónvarpinu þannig að ég endaði með að stilla á Evróvisíonkeppni ungmenna. Hversu fáránlegt sem það kann nú að hljóma. Þetta er ekkert smá batterí og umgjörðin í kringum þetta er alveg eins og í fullorðinskeppninni. Íslendingar voru samt ekki með í þessu, kannski sem betur fer.
 
föstudagur, nóvember 14, 2003
  Thank god it's Friday!! Jæja, þá er komin helgi aftur. Vikurnar eru alveg ótrúlega fljótar að líða hérna, enda er alltaf mikið um að vera. Ég var að koma heim úr vinnunni rétt í þessu. Börnin voru að sýna foreldrum sínum leikrit sem þau eru búin að vera að æfa. Þau voru ekkert smá sæt þegar þau voru komin í búningana, en þau voru líka alveg svakalega óþekk. Það var greinilega mikill spenningur í þeim. Svo á að vera matur núna fyrir börnin, foreldrana og starfsmenn leikskólans. Ég flúði hins vegar heim þar sem ég er á leiðinni í partý. Fyrst er ég að fara í íslenskt stelpupartý og svo fer ég í partý heim til kennara míns. Það er allt svo frjálslegt hérna í Danmörku. Ég get allavega ekki séð það fyrir mér að prófessorarnir við Háskóla Íslands fari nokkurn tíma að bjóða nemendum sínum heim.
Góða helgi lesendur góðir,
Dísa skvísa 
sunnudagur, nóvember 09, 2003
  SUNNUDAGSLEIÐI!!! Sunnudagur er án efa leiðinlegasti dagur vikunnar. Maður kemur engu í­ verk því maður getur ekki hætt að hugsa um að öll vikan sé framundan. Heima á Íslandi var ég vön að eyða sunnudögunum í að kíkja í búðir, en hér er allt lokað á sunnudögum, m.a.s. allar matvöruverslanir. Ísskápurinn er tómur og ég get þar af leiðandi ekki einu sinni eytt deginum í át.
Annars er helgin búin að vera ágæt. Á föstudaginn fórum við í "julefrokost" á Amagerkollegiinu. Mér finnst eiginlega merkilegt að Danir skuli kalla þetta jólamat. Fyrir mér er þetta bara svo hversdagslegur matur, kjötbollur, þorskur, síld og rúgbrauð og lifrakæfa. Reyndar var alveg ágætis svínasteik í boði, en eina sósan sem boðið var uppá var remúlaði. Ég gef dönsku "snöpsunum" heldur ekki háa einkunn. Ákavíti er ekki alveg mitt uppáhald. Af tvennu illu, þá kýs ég frekar íslenskt brennivín. Kvöldið var samt mjög skemmtilegt, alveg þangað til Danirnir tóku upp á því að tengja karíókí-græjurnar. Þá flúðum við. Það þarf stáltaugar til þess að þola að heyra dönsku júróvisíónlögin sungin af fimm, útúrdrukknum Dönum. Til þess að kóróna allt, þá vaknaði ég klukkan 5 á laugardagsmorguninn við það að ég þurfti að kasta upp. Danski maturinn hafði greinilega ekki farið vel í mig. Ég hefði kannski átt að drekka meira af Ákavítinu til þess að drepa þessar bakteríur. Svo hefndist mér fyrir það að hafa ekki nennt að vaska upp á föstudaginn, því ég náði ekki fram á klósett og kastaði því upp í eldhúsvaskinn, yfir allt óhreina leirtauið....mmmmm.
Gærdagurinn fór svo í lærdóm og sjónvarpsgláp. Uppáhalds þátturinn minn um þessar mundir heitir "Fame School" og er sýndur á BBC-prime. Þátturinn minnir dálítið á Idol, nema það að söngvararnir eru í þessum skóla og vikulega þurfa þeir að keppa um að halda stöðu sinni í skólanum. Á endanum verður því­ bara einn nemandi eftir í skólanum og hann stendur þá uppi sem sigurvegari.  
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
  FRÍDAGUR!?!?! Ég er alltaf í fríi frá skólanum á þriðjudögum og þeir eiga því að vera lærdómsdagar. Dagurinn í dag byrjaði hins vegar ekki vel þar sem ég svaf óvenju lengi og síðan ég vaknaði er ég búin að gera allt annað en að læra. Ég skil ekki hvaða ógurlega þreyta þetta er alltaf í mér. Kannski er ég bara ekki búin að jafna mig almennilega eftir helgina. Ég snéri sólahringnum nefnilega alveg við eftir að hafa lent í smá hrakningum þegar við vorum á leiðinni heim úr matarboði hjá Ninnó og Berglindi. Boðið entist reyndar alveg til að ganga fimm, vegna þess að Ninnó neitaði að sleppa Finni fyrr en ginflaskan var búin. Finnur varð náttúrulega að standa undir nafni sem drykkjubolti sumarsins. Síðan tók það okkur hátt í tvo tíma að koma okkur heim. Við þurftum fyrst að bíða svolítið eftir metróinum og svo ætluðum við að taka strætó síðasta spottann. En strætó, sem á að ganga á 10 mín. fresti frá kl. 5, lét bara ekki sjá sig. Við biðum 45 mínútur á strætóstöðinni áður en við gáfumst upp og ákváðum að taka leigubíl.
Nú er alveg frábært veður úti. 12 stiga hiti og smá sól. Mig langar mikið til að rölta aðeins niður í bæ í góða veðrinu, en skólabækurnar eru því miður að kalla á mig.
Lifið heil. 
laugardagur, nóvember 01, 2003
  Halloween Nú er Halloween og þar sem Danirnir herma eftir Könunum í einu og öllu, þá halda sumir þeirra þennan dag hátíðlegan. Þeir sem stjórna sjónvarpsdagskránni láta ekki sitt eftir liggja. Nú eru sýndar hryllingsmyndir á öllum stöðvum, mér til mikils ama og leiðinda, þar sem ég var búin að ákveða að eiga rólegt kvöld heima fyrir framan imbann. Af þeim fjölmörgu slæmu myndum sem í boði voru, ákvað ég að reyna að horfa á köngulóarmyndina Araknófóbíu. Mér þótti þessi mynd nefnilega ágæt þegar ég sá hana síðast, fyrir 10 eða 15 árum síðan. En ég get sagt ykkur að myndin eldist ekki vel. Ég horfði á fyrstu 10 mínúturnar áður en ég gafst upp.
Góða helgi!!!
 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger