•`¯`• ÁSDÍS •´¯´•
fimmtudagur, október 30, 2003
  OHHH!!!! Andvökunætur. Nú er klukkan 6 að morgni og ég hreinlega get ekki sofið. Ég veit ekki hvaða spenningur þetta er í mér. Og það er svo einmannalegt að vera vakandi þegar allir aðrir eru sofandi. Ég var orðin leið á að kíkja í skólabækurnar og ákvað þess vegna að kíkja aðeins í tölvuna. Bráðum fer ég svo og kveiki á sjónvarpinu ef ég fer ekki bráðum að þreytast. Ég hef annars ekki frá neinu sérstöku að segja. Hér er allt við það sama, fullt að gera í skólanum, í vinnunni og við að stjórna kórnum. Það var einmitt kóræfing hjá mér í kvöld og kvenmannsleysið er ennþá að hrjá kórinn. Það voru bara tvær konur mættar í kvöld en karlaraddirnar voru fullskipaðar. Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu. Nú fer að styttast í fyrstu tónleika kórsins þannig að það er eins gott að konurnar fari að láta sjá sig. 
sunnudagur, október 26, 2003
  Þá er enn ein vikan liðin. Þessi helgi var allt of fljót að líða, enda var mikið að gerast. Á föstudaginn fór ég með Finni á lokahóf FC Ísland. Liðið vann sinn riðil í sumar og þess vegna var ríkuleg ástæða til þess að fagna. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Ég veit ekki hvort ég á að monnta mig..... en Finnsi minn fékk verðlaun fyrir að vera mesti drykkjubolti félagsins og fyrir bestu skærin (þeir sem skilja fótboltamál vita hvað það þýðir). Þið getið séð myndir frá kvöldinu hér. Í gær kíkti ég á kaffihús með Lóu vinkonu og svo kíktum við aðeins í búðir. Gærkvöldinu eyddum við hjúin í að baka fyrir sunnudagskaffið í Jónshúsi. Ég þurfti nefnilega að standa vaktina í Jónshúsi í dag eftir messu. Það kom mjög margt fólk og það safnaðist bara heilmikið í kórsjóðinn.  
fimmtudagur, október 23, 2003
  Úff hvað er kalt hérna í Köben!!! Mig langar aftur heim í hlýjuna. Það fyrsta sem ég gerði í morgun var að taka fram vetrarfötin. Ekki veitir af. Ég fór í skólann í morgun og það er svolítið erfitt að byrja aftur eftir fríið. Ég var gjörsamlega að sofna í tíma og náði engan veginn að fylgjast með. Vonandi gengur þetta betur á morgun því ég verð að fara að drífa mig að komast í gírinn. Nú er önnin meira en hálfnuð og það styttist í öll verkefnaskilin. Annað kvöld er svo lokahóf hjá fótboltafélaginu hans Finns og okkur spúsunum er boðið með. Þetta verður því enn ein djammhelgin, maður fær aldrei frí!!!
Kuldakveðjur, Ásdís 
þriðjudagur, október 21, 2003
  Jæja, nú er ég að fara aftur út í fyrramálið. Mikið svakalega held ég að hann Finnsi verði feginn. Af blogginu hans að dæma er hann alveg að rotna þarna án mín. Hann er meira að segja að spá í að gerast mjög danskur á morgun og tilkynna sig veikan í vinnunni svo hann geti tekið á móti mér. Það er nefnilega alveg agalegt að vera hraustur Íslendingur og geta ekki nýtt sér veikindadagana sína. Svo er bara að sjá hvort samviskan leyfi einhver tilbúin veikindi. Ég vona auðvitað að hann geti tekið á móti mér, því annars sjáumst við varla fyrr en á föstudaginn. Brjálæðið tekur nefnilega við strax og ég kem út. Og það er í raun þegar hafið, því ég verð alveg á fullu í dag við að kveðja allt liðið. Ég efast reyndar um að ég nái að hitta alla, þannig að, "hafið þið það sem allra best!!!"
 
föstudagur, október 17, 2003
  Lífið er rosalega ljúft hérna á Íslandi. Ég sef yfirleitt fram áð hádegi og svo fara dagarnir í það að hitta fólk. Nú held ég reyndar að ég sé að verða búin að hitta flesta, þannig að kannski fer ég að hafa tíma til að kíkja aðeins í skólabækurnar. Mér finnst reyndar alveg ótrúlegt að nú sé ég búin að vera hérna í næstum því viku. Mér finnst eins og ég hafi komið í gær. Annars ætla ég að reyna að skella mér á djammið nú um helgina. Það er víst síðasti séns núna til að sletta ærlega úr klaufunum í Reykjavík áður en ég fer aftur út. Ég er búin að spá mikið í því hvort ég eigi að þora að fara á djammið í nýju, pinnahæluðu stigvélunum sem ég var að kaupa mér í vikunni. Ég er nefnilega ekki alveg búin að jafna mig eftir fallið um síðustu helgi.
En það kemur allt saman í ljós.
Góða helgi til ykkar allra,
Dísa skvísa  
sunnudagur, október 12, 2003
  Jæja, þá er ég loksins komin heim. Ég dreif mig strax á djammið í gær. Það var alveg ágætt, fyrir utan það að hællinn brotnaði undan skónum mínum eftir að ég hafði dottið niður stiga á einum skemmtistað bæjarins. Ég var heppin að hitta Gumma bróður Áslaugar vinkonu sem hjálpaði mér að festa hælinn aftur á. Ég skulda honum stóran greiða þar sem hann var búinn að höstla einhverja skvísu, sem þurftir svo að bíða lengi ein frammi á gangi á meðan við Gummi stóðum í skóviðgerðum. En henni hlýtur að hafa litist vel á hann úr því hún nennti að bíða.
Nú er ég öll hálf lemstruð eftir hrunið niður stigann, og svo er ég með skurð á tánni eftir að hafa rölt um á sokkaleistunum.
Stebbi bróðir kom í mat áðan með Aron sem er orðinn voða stór strákur.
Kveðja, Ásdís 
þriðjudagur, október 07, 2003
  Veskið er því miður ekki fundið, en það þýðir ekkert að vera að svekkja sig yfir því. Mér þykir verst að vera að fara til Íslands um helgina og hafa ekkert vísakort, því það gæti tekið nokkra daga að fá nýtt.
Dagurinn hjá mér var ósköp hversdagslegur. Ég var að vinna í dag, sem var bara fín tilbreyting, þar sem ég er búin að vera að drukkna í lærdómi síðustu daga. Það er fínt að vera að vinna svona sjaldan því krakkarnir á leikskólanum ennþá glaðari að sjá mig. Svo ætla ég að fara að skella mér í ræktina núna. Ég er bara ekki að hafa mig af stað þar sem ég nenni ekki að standa í því veseni að þurfa að tilkynna að ég sé búin að týna leikfimiskortinu (því auðvitað var það í veskinu góða).
 
mánudagur, október 06, 2003
  Nú er ég alveg óendanlega pirruð. Ég ætlaði að finna vísakortið mitt áðan til að bóka ferð til Noregs um jólin, en þá finn ég hvergi veskið mitt. Við Finnur erum búin að umturna öllu hérna og erum eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að ég hafi annaðhvort gleymt því á bókasafninu á laugardaginn eða í Fiskitorginu (sem er Kringla Kaupmannahafnarbúa). Þannig að á morgun þarf ég að fara að hringja á nokkra staði til að athuga með veskið. Í því eru öll skilríkin mín og ég nenni engan veginn að standa í þessu veseni.
Pirraðar kveðjur,
Ásdís 
sunnudagur, október 05, 2003
  Nörd Jæja, þá er ég opinberlega orðin "nörd". Komin með bloggsíðu. Ég gat nú reyndar ekki sjálf fundið út úr því hvernig átti að setja hana upp. Soffía gerði það fyrir mig, þannig að hún hlýtur að vera meiri nörd en ég.
En allavega, þá ætla ég að reyna að vera dugleg að skrifa eitthvað skemmtilegt hérna, svo þið heima getið fylgst með mér.
Kveðja, Ásdís 

online

Blogg beint fra Köben

Blogg
 • Gengið
 • Finnsi minn
 • Arndís frænka
 • Guðinn í Köben
 • Berglind Rós
 • Óli bróðir
 • Fríða systir
 • Ragna + Halldór
 • Svana beib
 • Soffía
 • Myndir
  Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet

  Gestabók
  Sign Guestbook

  View Guestbook

  Eldra blogg
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 /


  Powered by Blogger